Open source hugbúnaður

Flest forritin sem listuð eru hér á eftir eru opin - open source - sem þýðir að hver sem er má sækja þau og nota. Flest þeirra má sækja fyrir Windows, Linux og jafnvel Macintosh.

Sum þeirra eru e.t.v. ekki eins þægileg og sambærileg og vinsælli forrit sem kaupa þarf, en þau eru frí og þróun síðustu ára bendir til að þau muni einungis skána. Í flestum tilfellum venjast þessi forrit mjög vel ef maður vill a) spara sér að kaupa hugbúnað og b) ef maður vill vera löglegur.

Yfirlit
Ítarefni
Open source

 

 

OpenOffice
Opinn skrifstofu hugbúnaður svo sem ritvinnslu, töflureikni, glærur og fleira. Getur unnið með Word, Excel og Powerpoint skjöl.
Osalt
Vefsíða sem hjálpar þér að finna opinn hugbúnað í samkeppni við lokaðan. Einnig er snjallt að skoða AlternativeTo.net.
7 zip
Pökkunarforrit sem nota má til að opna ZIP skrár, RAR, TAR og fleiri pakkaðar skrár.
Scribus
Umbrotsforrit á borð við QuarkXPress, InDesign, PageMaker, og fleiri. Forritið er ungt og hefur annmarka en lofar góðu.
Ghostscript
PostScript þýðandi sem er nauðsynlegur fyrir sum forrit t.d. Scribus og suma opna PDF prentara.
Gimp (niðurhal fyrir Windows)
Ljósmyndaforrit á borð við Photoshop. Forritið er öflugt og er komin mjög góð reynsla á það.
OpenClipart
Safn af smámyndum á SVG sniði sem sækja má og nota við hönnun og teikninu.
Pidgin
Þetta forrit hét áður Gaim og getur komið í stað MSN, og jafnframt spjallað við fólk sem notar aðrar rásir.
Inkscape
Teikniforrit sem teiknar SVG vector myndir og stefnir á að keppa beinlínis við Illustrator, CorelDRAW og fleiri stór teikniforrit.
Dia
Forrit á borð við Visio og SmartDraw. Hér teiknarðu upp skemu af hvernig kerfi þú notar, gólfplan fyrir skrifstofuna, flæðirit, og fleira skemmtilegt.
XnView
Myndaskoðari og flokkari í anda ACDSee sem allir þekkja. Með forritinu má breyta um myndategundir t.d. á milli PNG og GIF og fleiri. Forritið er frábært þegar kemur að myndaskoðun og röðun (skipulagningu og flokkun).
xMind
Frábært "Mind Map" forrit en þau eru algjör snilld þegar kemur að því að kortleggja hugmyndavinnu. Bæði frá fyrstu skrefum hugmyndar út í hugmyndaþróun.
Eclipse
Upprunalega er þetta kerfi komið frá IBM þegar þeir voru að þróa Java forritunar kerfi sín, en þeir gáfu það opið og frjálst. Nú er þetta kerfi nýtanlegt til að forrita í C++, PHP, og fleiri málum, auk Java. Mjög vinsælt af atvinnu forriturum og mörg kerfi t.d. XMap eru byggð á því.
Netbeans
Forritunar umhverfi líkt og Eclipse en að sumu leyti einfaldara. Það kemur upprunalega frá Sun Microsystems og tengist þeirr þróun á Java forritunarmálinu. Algjörlega opið, má nota fyrir fleiri forritunarmál og vinsælt af fagmönnum.
MySQL
Frábært gagnagrunns kerfi sem hagar sér eins og stóru bræðurnir: þ.e. kerfið er í raun netþjónn fyrir gagnagrunna. Hægt er að forma gagnagrunn á einni vél og komast inn á hann af mörgum öðrum vélum. Því er þetta kerfi á bak við 80% af gagnvirkum vefsvæðum.
PHP
Forritunar mál sem þróað var opið og er í dag eitt vinsælasta málið í dag. Þetta mál er notað til að framleiða milljónir vefsvæða í heiminum sem t.d. vista gögn og upplýsingar í gagnagrunnum á borð við MySQL grunna.
Java
Java er eitt vinsælasta forritunarmál í dag. Það kostar ekki neitt að sækja það, og byrja að læra t.d. með Eclipse eða Netbeans. Gríðarmikið framboð er á störfum fyrir klára Java fagmenn.
Lazarus
Verulega spennandi forritunar umhverfi fyrir þá sem muna eftir Pascal og Delphi. Delphi lifir reyndar enn, þó Borland hafi klúðrað því. Lazarus er alveg eins og Delphi, auðvitað vantar margt enn, og þeir sem vilja skrifa einföld Windows forrit í þægilegu umhverfi eru fljótir að falla fyrir því.
Scribus
Umbrots forrit sem stefnt er gegn risum á borð við QuarkXPress og InDesign. Forritið hefur enn fjölda ágalla en er vel nothæft. Fáein útgáfufyrirtæki erlendis nota það eingöngu og einn styrkur þess er afbragðs PDF stuðningur.